Haust- og vetrarlínan frá Mói

Write By: admin Skrifað þann: 15 Oct 2015

Fatalínan Mói er ætluð nýburum til átta ára börnum og er búinn til úr lífrænni hágæða bómull. Fötin eru einstaklega mjúk og þægileg fyrir börnin og framleiðslan er umhverfisvæn. Fötin frá Mói eru seld í 150 verslunum víðs vegar um heiminn í 35 löndum. Haust- og vetrarlínan 2015 frá Mói nefnist „Touch of Frost“, en í þessari línu eru nýir litir sem sækja í íslenska náttúru og jökla eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Frekari upplýsingar um vörurnar frá Mói og aðrar vörur I am Happy má finna á vefsíðunni iamhappy.is.

Barnafataverslunin I am Happy hefur verið starfrækt frá 2012 í Brekkuhúsum í Grafarvogi. Verslunin hefur bjart, litríkt og glaðlegt yfirbragð eins og nafnið gefur til kynna, en það er fengið úr laginu „I am happy, I am good“ sem er mikið notað í hugleiðslu fyrir börn. Fyrirtækið er í eigu og rekið af hjónunum Herdísi Elísabetu Kristinsdóttur og Sveini Inga Steinþórssyni. Þau bjóða upp á fjölbreytt úrval af litríkum og vönduðum barnafatnaði, leikföngum og gjafavöru á góðu verði fyrir börn á aldrinum 0 til 10 ára.

Umhverfisvæn framleiðsla

I am Happy er eini söluaðili íslensku barnafatalínunnar Mói á Íslandi, en fötin eru frá hönnuðinum Telmu Garðarsdóttur. Nafn vörumerkisins er komið frá krumma nokkrum sem var tíður gestur á heimili hönnuðarins, þar sem hann fékk fæði og skjól, en þessi krummi var alltaf kallaður Mói af fjölskyldumeðlimum.

Fatalínan Mói er ætluð nýburum til átta ára börnum og er búinn til úr lífrænni hágæða bómull. Fötin eru einstaklega mjúk og þægileg fyrir börnin og framleiðslan er umhverfisvæn. Fötin frá Mói eru seld í 150 verslunum víðs vegar um heiminn í 35 löndum. Haust- og vetrarlínan 2015 frá Mói nefnist „Touch of Frost“, en í þessari línu eru nýir litir sem sækja í íslenska náttúru og jökla eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Frekari upplýsingar um vörurnar frá Mói og aðrar vörur I am Happy má finna á vefsíðunni iamhappy.is.

Verslunin er opin alla virka daga frá 11 til 18 og frá 11 til 16 á laugardögum. Hægt er að hafa samband í síma 8404006 eða með því að senda tölvupóst á iamhappy@iamhappy.is. Þau má einnig finna á instagram (@iamhappyis) og áfacebook. Allar frekari upplýsingar um vörur I am Happy má finna á vefsíðu verslunarinnar.

http://www.dv.is/lifsstill/2015/9/11/haust-og-vetrarlinan-fra-moi/