Coast Flint - Silver Cross

169.000kr
Magn:
 

Silver Cross Coast Flint 

Í grunnpakkanum af Silver Cross Coast fylgir eitt vagnstykki og eitt kerrustykki. Hægt er að nota grunnpakkann af Silver Cross Coast annað hvort sem kerru eða sem vagn. Í grunnpakkanum er ekki hægt að nota bæði kerrustykkið og vagnstykkið á sama tíma (það er hægt í grunnpakkanum af Silver Cross Wave). Sjá nánar í sýningarmyndbandinu hér fyrir neðan. 

Coast hefur þann möguleika að hægt er að breyta henni í systkinakerru. Til þess að gera það þarf að kaupa auka kerrustykki til viðbótar við grunnpakkann (kerrustykki + vagnstykki) . Með aukakerrustykkinu fylgja festingar sem bjóða upp á að breyta Coast í systkinakerru þar sem hægt er að nota bæði vagn- og kerrustykkið á sama tíma eða tvö kerrustykki í einu. Einnig er hægt að smella Dream bílstólnum frá Silver Cross á grindina bæði einum sér eða með aukakerrustykkinu.  

Til að sjá hvernig Coast lítur út í systkinaútgáfunni er hægt að skoða linkinn hér fyrir neðan í tengdar vörur sem heitir "Auka kerrustykki Coast Flint". 

Sýningarmyndband um Coast hér!

 

 

VAGNSTYKKI

Vagnstykkið er sérhannað sem frábær svefnaðstaða fyrir litlu krílin. Innvolsið er fóðrað með bambus efni sem hrindir burt bakteríum og hjálpar til við að halda réttu hitastigi á barninu.

PLATINUM UNDIRVAGN

Coast undirvagninn er gerður úr hæsta flokks magnesíum áli sem er bæði sterkbyggt og létt. Dekkin eru úr mjög slitsterku efni og innihalda ekki loft svo ekki þarf að hugsa um að pumpa í dekkin né öðru viðhaldi á dekkjunum.

KERRUSTYKKI

Hægt er að snúa kerrustykkinu í báðar áttir, að foreldrinu eða frá. Það hefur þrjár hallastillingar og stillanlegan stuðning fyrir kálfann. Rúmgott sætið hentar börnum upp í 25kg, eða eins lengi og þau nota kerru.

SVUNTA OG SKERMUR Á VAGNSTYKKI

Skermurinn er með UPF50+ sólarvörn, góðu loftflæði og lítinn plast glugga. Einnig fylgir svunta fyrir vagnstykkið úr mjúku efni sem eykur hlýju og þægindi. Harðgert ytra efni ver barnið fyrir veðri og vindum. 

Einnig smellpassar skermurinn á kerrustykkið. 

SÆTISHLÍF - Íburðarmikil og mjúk sætishlíf fylgir með, hún eykur þægindi og hlífir sætinu

REGNSLÁ - Regnslá sem passar á bæði vagnstykkið og kerrustykkið fylgja

FLUGNANET - Flugnanet sem passa vel á bæði vagnstykkið og kerrustykkið fylgja með og veita vernd gegn flugum og öðrum skorðdýrum

GLASAHALDARI - Glasahaldarann má festa bæði hægra eða vinstramegin.

Stærðir: Lengd 92-112 cm Breidd 60cm Hæð 91-107 cm  

SAMANBROTIN:  L94cm B60cm H34cm

ÞYNGD GRIND: 10kg

ÞYNGD VAGNSTYKKI:  2.9 kg

ÞYNGD KERRUSTYKKI: 2.6 kg

VAGNSTYKKI: Innra mál - 70 cm á lengd og breidd 32 cm