Skilmálar

 

Staðfesting pöntunar

Viðskiptavinur fyllir inn upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilsfang, netfang og síma. Um leið og pöntun er kláruð þá sendir I am Happy staðfestingu á viðskiptavininn í netpósti.

Vara er ekki afhend fyrr en búið er að ganga frá greiðslu.

 

Afhendingarmáti 
Allar vörur eru sendar frá okkur næsta virka dag eftir staðfestingu pöntunar. 

Ef viðskiptavinur óskar eftir að sækja vöru á lager þá er hægt að sækja Silver Cross barnavagna, kerrur og bílstóla á lager að Móhellu í Hafnarfirði. 

Öll smávara er send á næsta pósthús eða í heimsendingu.

Viðskiptavinur fær sendan staðfestingapóst þegar varan er tilbúin til afhendingar á lagernum. 

 

Opnunartími

Netverslunin er opin allan sólarhringinn. 

 

Sendingarkostnaður

Hægt er að fá vörurnar heimsendar á höfuðborgarsvæðinu eða sendar beint á næsta pósthús/afgreiðslustað utan höfuðborgarsvæðisins. 

Rúmlitlar pantanir eru sendar með Íslandspósti utan höfuðborgarsvæðisins og er sendingarkostnaður skv. gjaldskrá Íslandspósts. 

Barnavagnar, kerrur og hjól eru send með Samskip og er sendingarkostnaður skv. gjaldskrá Samskipa

 

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukorti (VISA/MASTERCARD/AMEX), millifærslu, kortaláni, Netgíró eða Pei. 

 

Ef valin er millifærsla skal greiðsla berast innan sólarhrings eftir að pöntun hefur átt sér stað.

Senda skal staðfestingu greiðslu á iamhappy@iamhappy.is

 

Ef kaupandi velur að greiða með greiðslukorti fer greiðslan fram á öruggu vefsvæði Kortaþjónustunnar hf.

 

Kortalán Valitor til allt að 36 mánaða standa viðskiptavinum okkar einnig til boða.

hér er reiknivél fyrir kortalán.

Hægt er að hafa samband í síma 780-5900 á milli 17 og 19 alla virka daga og laugardaga frá 13-17

 

Verð

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndabrengl.

I am Happy áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara.

 

Skilaréttur
Kaupandi getur skipt vöru innan 14 daga frá kaupdegi í aðra vöru en þá þarf að framvísa kvittun og þarf varan að vera í upprunalegu ástandi. Einnig er hægt að skila keyptri vöru innan 14 daga frá kaupdegi gegn inneignarnótu. Sé hins vegar vöru skilað innan þriggja virkra daga og greiðslukvittun framvísað er hægt að fá vöruna endurgreidda.

Útsöluvörum fæst ekki skilað né skipt nema um gallaða vöru sé að ræða. 

Seljandi tekur einungis við vörum séu þær ónotaðar og í upprunalegum umbúðum og ásigkomulagi. Sé greiðslukvittun ekki til staðar er tekið við vörunni á því verði sem hún er til sölu á hverju sinni. Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað ef skila þarf vörunni. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.  

 

Gallaðar vörur

Ef um galla á vöru er að ræða þá er hægt að fá aðra sams konar vöru í staðinn.

Að öðrum kosti er gallaða varan endurgreidd.

 

Eignarréttarfyrirvari

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Sé vara ekki greidd samdægurs er pöntuninni sjálfkrafa eytt út.

 

Trúnaður

Við heitum viðskiptavinum okkar fullum trúnaði. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum í tengslum við viðskiptin. 

Fyrirspurnir

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar endilega hafðu samband í síma 780-5900 eða sendu okkur póst á iamhappy@iamhappy.is